Afsláttur í söfn

Reykjavíkurborg veitir mentor og barni ( mentorpari) frían aðgang að söfnum er borgin rekur. Þetta á einungis við börn sem koma úr grunnskólum í Reykjavík.
Ef farið er inná heimasíðu þá sjáið þið hvaða söfn um ræðir.

Kveðja Halldóra

Upphafsdagurinn 8. október

Upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu!

Kæru foreldrar/forráðamenn og börn sem eru þátttakendur í mentorverkefninu Vináttu skólaárið 2015-2016.

Við bjóðum ykkur velkomin á upphafsdag verkefnisins  fimmtudaginn 8. október   kl. 17:30-19:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Mikilvægt er að allir mæti því verkefnið hefst þennan dag og börnin hitta mentora sína í fyrsta sinn.

Vinsamlegast tilkynnið forföll í síma 896-4340 .

Með von um að sjá ykkur öll.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk mentorverkefnisins Vináttu.

Nánari upplýsingar er að fá í síma 896-4340.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á vinatta@vinatta.is

 

Nýtt lesefni

Vakin er athygli á að nýtt lesefni um mentorverkefnið Vináttu/Nightingalen   hefur verið sett inn undir útgefið efni.

 

Mentorverkefnið Vinátta hefst í byrjun október

Í vetur er fjórtánda starfsár mentorverkefnisins Vináttu. Verkefnið er aðeins með nýju sniði í vetur þar sem samstarf verður við Listaháskóla Íslands í formi fjölbreyttra vinnustofa fyrir börn og mentora. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mentorar þurfa að sækja um námskeiðið innan síns skóla en einnig hér á heimasíðunni undir link á umsóknir mentora.

Með kveðju

Verkefnisstjórn

Lokahátið í Laugardal

Lokahátiðin var haldin í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum þann 18. apríl með hefðbundnu sniði – grilluðum pylsum og hinum óviðjafnanlega Lalla töframanni.      

 

2320150418_1035394 read more…

Bingó í Flensborg

Bingó1

Mentorpör á Höfuðborgarsvæðinu og frá Borgarnesi hittust 29. janúar og spiluðu bingó. Vinningarnir voru fjölbreyttir en áhersla var á að í vinning væri eitthvað sem mentorpörin gætu nýtt sér saman. Fyrsti vinningur voru miðar í leikhús fyrir mentor og barn. Samveran heppnaðist vel og mætingin góð og mikil spenna ríkti í hópnum.

Viðtal við mentor í Kvennó

24.febr. 2015-7

Þetta skemmtilega viðtal birtist í Fréttablaðinu þann 23. febrúar 2015.

Þegar ég var barn í Langholtsskóla var ég svolítið feimin. Þess vegna fékk ég mentor. Mentorinn minn var stelpa úr Menntaskólanum við Sund sem ég hitti alltaf einu sinni í viku í heilan vetur. Við fórum í keilu, sund, bíó og gerðum margt fleira skemmtilegt,“ segir Bogey Rún Beck Helgadóttir, nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Hún segir þessar stundir með menntaskólastúlkunni hafa gefið sér mikið.

„Mér fannst gaman að geta sagt hinum krökkunum frá einhverju sem ég hafði upplifað utan skólans og tel að þetta prógramm hafi hjálpað mér.“
Bogey segir annan nemanda úr sama bekk hafa líka haft mentor þennan vetur. „Við vorum oft saman því mentorarnir okkar voru vinkonur,“ rifjar hún upp.

Nú er Bogey í leiðbeinandahlutverkinu. Frá því í október í haust hefur hún verið mentor og hitt Alexander Khandong, nemanda í Álfhólsskóla í Kópavogi, vikulega. Hann er átta ára og á foreldra frá Taílandi.

„Það er misjafnt hvernig fólk vill hafa fyrirkomulagið á hittingunum en mér finnst ágætt að hafa mentordag, alltaf sama vikudaginn, og gera þá ráð fyrir þessari samveru.

Við höfum þetta þannig að ég sæki Alexander í skólann og skutla honum heim á eftir af því að ég er á bíl. Ég reyni alltaf að vera komin með hugmyndir að einhverju til að gera en spyr hann alltaf líka hvort það sé eitthvað sérstakt sem hann langi að gera. Það er fastur liður hjá okkur að fara beint heim til mín og borða Cheerios. Það er mikilvægur dagskrárliður.

Við spjöllum mikið saman, Alexander er rosalegur spjallari. Oft förum við eitthvað út á eftir en höfum líka bakað mikið saman heima hjá mér. Honum finnst rosa gaman að baka. Við höfum líka farið í bíó og á bingó og horft á sjónvarp og vídeó.“

Bogey veit um fleiri nemendur Kvennaskólans sem hafa valið að vera mentorar þetta árið og sinna krökkum á aldrinum sjö til níu ára á svipaðan hátt og hún. En veit hún hvernig valið er í yngri hópinn?

„Ég held að krakkar sem eru af erlendum uppruna, eða nýfluttir í hverfið og þekkja ekki marga, hafi forgang,“ svarar hún og vonar að þeir sem taka þátt í mentorverkefninu á þessum vetri eigi eftir að hittast.
Markmið og hugmyndafræði
Vinátta er samfélagsverkefni þar sem lögð er áhersla á gagnkvæman ávinning með því að börn og ungmenni læri af aðstæðum hvors annars. Það byggir á þeirri hugmyndafræði að samskiptin séu jákvætt innlegg í líf barnsins því mentorinn verður barninu fyrirmynd og bætir möguleika þess við mótun sjálfsmyndar.

Börnin eiga að …
kynnast nýjum hugmyndum, aðstæðum og öðlast nýja þekkingu
og reynslu.
styrkja sjálfsmynd sína og auka félagsfærni.
kynnast nýjum aðstæðum til skemmtunar.
kynnast möguleikum til náms.

Mentorarnir eiga að …
þroska félagslega færni og samskiptahæfni.
eiga uppbyggileg samskipti við börn og forráðamenn þeirra.
laga sig að margbreytilegum aðstæðum.
vinna að velferð barna og öðlast víðtæka reynslu í samskiptum við börn.
heimild: vinatta.is

Grein um mentorverkefnið frá VMA

„Það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að taka þátt í þessu,“ segir Heiðar Freyr Leifsson, nemandi á félagsfræðabraut VMA um Mentorverkefnið Vináttu sem hann hefur í vetur tekið þátt í ásamt rösklega tuttugu öðrum nemendum í VMA og MA.

Rekstur Mentorverkefnisins Vináttu hefur verið á höndum Velferðasjóðs barna á Íslandi en verkefnið hófst árið 2001. Í röskan áratug hafa nemendur á 3. og 4. ári í VMA tekið þátt í verkefninu. Mentor er alþjóðlegt hugtak sem oftast er notað yfir þroskaðri og reyndari einstakling sem gefur sér tíma til að hverfa frá sínum daglegu störfum yfir ákveðinn tíma til þess að aðstoða sér yngri og óreyndari einstakling á ýmsum sviðum. Hlutverk mentors er meðal annars að veita stuðning og góð ráð en einnig að vera fyrirmynd, félagi og trúnaðarvinur. Samband og samskipti mentors og einstaklings kallast „mentoring“. Mentorverkefnið Vinátta byggir á þeirri hugmyndafræði að samskipti barns og mentors séu jákvætt innlegg í líf barnsins og mentorinn verði barninu fyrirmynd og veiti því stuðning.

Hér á Akureyri taka sem þátt í verkefninu nemendur í VMA og MA undir handleiðslu fagfólks í báðum skólum. Ásdís Birgisdóttir, námsráðgjafi í VMA, segir að reynslan af Mentorverkefninu sé almennt mjög góð fyrir bæði framhaldsskólanemendur og grunnskólakrakkana en um er að ræða nemendur 4. bekkjar í grunnskólum Akureyrar. Grunnskólarnir velja þá nemendur sem taka þátt í verkefninu og mörgum tilfellum er um að ræða börn sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt uppdráttar félagslega og einnig eru dæmi um börn af erlendu bergi brotin sem hafa átt erfitt með að laga sig að íslensku samfélagi. Um er því að ræða pör sem samanstendur af mentor (framhaldsskólanemanum) og grunnskólabarni. Miðað er við að viðkomandi hittist að jafnaði einu sinni í viku og geri eitthvað skemmtilegt saman. Verkefnið hófst í október sl. og lýkur í apríl. Velferðasjóður barna greiðir hverjum mentor 10 þúsund krónur á önn sem hann nýtir til þess að greiða útlagðan kostnað, t.d. að fara saman í bíó, á kaffihús eða eitthvað annað.

„Ég hef farið með mínum grunnskólanema í t.d. bíó og sund. Auk þess að hittast með viðkomandi grunnskólabörnum höfum við mentorarnir og börnin reynt að hittast öll saman annað slagið og gera eitthvað skemmtilegt. Til dæmis hittumst við fyrir um tveimur vikum og unnum saman með ákveðið myndaþema,“ segir Heiðar Freyr Leifsson en þátttaka í mentorverkefninu gefur viðkomandi nemendum námseiningar í gegnum sérstakan áfanga í VMA.

Guðbjörg Þórarinsdóttir, nemandi á félagsfræðabraut VMA, er einnig þátttakandi í Mentorverkefninu. Hún sagðist hafa komið inn í verkefnið þegar aðeins var liðið á haustönnina vegna forfalla. „Ég sé ekki eftir að hafa farið í þetta verkefni, það virkar vel á mig,“ segir Guðbjörg og nefnir að hún hafi meðal annars farið með sínum grunnskólanema, sem er stúlka í Brekkuskóla, í keilu, bakaríið, fengið sér ís o.fl. „Og núna á fimmtudaginn hefur Leikfélag Akureyrar boðið okkur mentorunum að fara með krakkana á forsýningu á Lísu í Undralandi,“ segir Guðbjörg og bætir við að á nokkrum stofnunum á vegum Akureyrarbæjar sé frír aðgangur fyrir þátttakendur í Mentorverkefninu, t.d. í sund, á skauta og á skíði í Hlíðarfjalli.

 

 

 

 

Mentordagurinn 24. febrúar 2015

Þann 24. febrúar var alþjóðlegi mentordagurinn. Á þessum degi hefur verið vakin athygli á verkefninu á fjölbreyttan hátt. Nemendur í skapandi tónlistarmiðlun kynntu fyrir krökkunum ýmis hljóðfæri og tónlistarsköpun og sömdu þau í sameiningu stutt lag ásamt texta um vináttu. Hjá hönnun- og arkitektúr var sköpun og skali í forgrunni þar sem krakkarnir léku sér með að teikna, skala upp myndir og hluti með legó og leir. Listkennslunemar buðu svo krökkunum í ýmis verkefni sem virkjuðu sköpunarkraftinn, m.a. hópverkefni, klippimyndir, djöflafælur og tónlist sem uppspretta málverks.
Frábært framtak nemenda við Listaháskólann sem heppnaðist vel.

24. febr. 2015_1 24. febr.2015-4 24. febr_2015-2 24.febr. 2015-6 24.febr.2015-3 24.febr.2015-5

Ferð í Þjóðleikhúsið

Þann 12. október bauð Þjóðleikhúsið börnum og mentorum af höfuðborgarsvæðinu á Latabæ. Alls mættu 84 mentorpör en í þeim tilfellum er mentorar komust ekki með barni fóru foreldrar í þeirra stað.
Verkefnisstjórn  færir Þjóðleikhúsinu góðar þakkir fyrir rausnarlegan stuðning.

Upphafsdagur

Upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu var haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 9. okt. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

2014_8 2014_7 2014_6 2014_5 2014_3

Grein um mentorverkefnið Vináttu

08. september 2014

Mentorverkefnið Vinátta er samfélagsverkefni og er eitt meginmarkmið þess að háskóla- og framhaldsskólanemendur vinni að velferð barna og öðlist víðtæka reynslu í samskiptum við börn. Boðið er uppá mentorverkefnið Vináttu sem hluta af námi í skólum á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi og á Akureyri. Kennarar í viðkomandi skóla sjá um kennslu og handleiðslu mentora en mentorar starfa með börnunum á vettvangi. Samverustundirnar með grunnskólabarninu eru þrjár klukkustundir á viku frá október til apríl. Námið fer ekki fram í kennslustofu heldur á vettvangi. Mentorar skipuleggja samverustundirnar í samvinnu við barnið. Mentorar skila dagbókum til kennara reglulega tímabilið sem mentorverkefnið stendur yfir og mæta á hópfundi og í einstaklingsviðtöl til kennara.

Með þátttöku í verkefninu er lögð áhersla á gagnkvæman ávinning og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvers annars. Að vera mentor snýst um að gefa sjálfum sér tíma með barninu, leyfa sér að læra af samskiptunum við barnið, taka þátt í lífi barnsins, læra að skilja þann heim sem barnið lifir í og læra að skoða sjálfan sig í nýjum aðstæðum. Hæfniviðmið námsins eru að nemandinn nái að:

  • vera jákvæð fyrirmynd grunnskólabarns,
  • geta átt uppbyggileg samskipti við annað fólk,
  • geta lagað sig að margbreytilegum aðstæðum,
  • vinna að velferð barna og öðlast víðtæka reynslu í samskiptum við börn,

eða eins og einn mentor sem tók þátt í verkefninu skólaárið 2013-2014 orðaði það:

„Ég hef öðlast góða reynslu með því að eiga samskipti á ensku […]. Að sjálfsögðu var ég óöruggari í fyrstu en nú sjö mánuðum síðar finnst mér ég hafa lært mikið af því og tel ég það mjög gott að hafa stigið út fyrir þægindarammann.

Yfir heildina litið hef ég lært mikið af þessu frábæra verkefni og ég tel þetta góða reynslu upp á framtíðina. Svona félagsleg samskipti lærir maður til dæmis ekki í stærðfræðitíma inni í skólastofu og tel ég báðar kennsluaðferðir nauðsynlegt veganesti en að mínu mati finnst mér mega bjóða upp á fleiri áfanga sem líkjast þessum.“

Að vera kennari í mentorverkefninu Vináttu getur verið meiri ögrun en að kenna hefðbundna hópa-/bekkjarkennslu. Í verkefninu þarf kennarinn að leggja áherslu á að byggja upp traust milli sín og nemendahópsins en ekki hvað síst á milli nemendanna. Mæta hverju og einu mentorpari þar sem þau eru stödd og aðstoða mentora við að nýta styrkleika sína í samskiptum við börnin og forráðamenn þeirra. Þannig skapast aðstæður sem eru hvetjandi og leiða til sjálfstæðis en ekki hvað síst samvinnu á milli skólastiga.

Allir framhaldsskólar geta tekið þátt í verkefninu með því að bjóða upp á valáfanga sem byggir á hugmyndafræði mentorverkefnisins Vináttu. Allar nánari upplýsingar um verkefnið sjáið þið á www.vinatta.is. Einnig er hægt að senda póst til Bjarkar Þorgeirsdóttur kennara í Kvennaskólanum (bjorkth@kvenno.is) eða til Halldóru Pétursdóttur verkefnisstjóra (halldora@vinatta.is).

Björk Þorgeirsdóttir
framhaldsskólakennari við Kvennaskólann í Reykjavík
bjorkth@kvenno.is

Mentorverkefnið fer að byrja

Í byrjun október fer mentorverkefnið Vinátta af stað, námskeiðsdagar fyrir framhalds- og háskólanema verða auglýstir á næstu dögum. Upphafsdagurinn verður 9. október í Menntaskólanum við Hamrahlíð hann verður auglýstur nánar með tilkynningu til mentora og foreldra.

Með kveðju

Verkefnisstjórn

Lokahátíð

Lokahátíð mentorverkefnisins Vináttu var haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 26. apríl 2014. Hér má sjá myndir frá hátíðinni:

Lokahatid_1 Lokahatid_2 Lokahatid_3 Lokahatid_4 Lokahatid_5

Frásögn mentors úr Kvennó

Þegar ég skráði mig í Mentorverkefnið Vináttu vissi ég í raun ekkert við hverju ég átti að búast. Síðan fórum við á fund um verkefnið og fannst mér allt hljóma mjög vel og spennandi. Fljótlega eftir fundinn fékk ég að vita hvaða barn ég var með. Kom þá í ljós að ég var pöruð með stráki frá Serbíu sem flutti til Íslands sumarið 2013. Augljóst var að hann kunni líklega ekki mikla íslensku og ekki foreldrar hans heldur. Að sjálfsögðu stressaðist ég smá upp í fyrstu og hugsaði hvernig þetta myndi nú eiginlega ganga. Eftir fyrsta hitting minnkuðu áhyggjur mínar þó mikið þar sem mér leist mjög vel á bæði strákinn og móður hans.
Síðan þessi fyrsti hittingur var eða fyrir sjö mánuðum er ég og mentor strákurinn minn aldeilis búin að skemmta okkur og upplifa margt saman. Strákurinn er yndislegur í alla staði og svo einstaklega ljúfur og góður. Hann hefur mikinn metnað fyrir öllu sem hann tekur sér fyrir hendur svo hann er búinn að bæta sig mikið í íslensku á hverjum degi síðan hann kom hingað til landsins og byrjaði að umgangast íslenska krakka í skólanum sínum. Við höfum gert hluti eins og að fara í keilu, kaupa ís og fara í bíó en einnig höfum við bara verið inni og kennt hvort öðru spil, bakað köku og farið í gönguferð. Að mínu mati eru hlutirnir sem kosta ekki pening eins og að spila og hafa það notalegt oft dýrmætari og í þeim hittingum höfum við náð að kynnast mest. Við urðum fljótt miklir vinir og erfitt var að kveðja hann eftir svona langa og góða samveru.
Ég hef öðlast góða reynslu með því að eiga samskipti við móður stráksins á ensku. Að sjálfsögðu var ég óöruggari í fyrstu en nú sjö mánuðum síðar finnst mér ég hafa lært mikið af því og tel ég það mjög gott að hafa stigið út fyrir þægindarammann. Samskiptin hafa alltaf gengið vel og enginn misskilningur hefur komið upp þrátt fyrir að móðurmál okkar og bakrunnur sé ekki sá sami.
Yfir heildina litið hef ég lært mikið af þessu frábæra verkefni og ég tel þetta góða reynslu upp á framtíðina. Svona félagsleg samskipti lærir maður til dæmis ekki í stærðfræðitíma inni í skólastofu og tel ég báðar kennsluaðferðir nauðsynlegt veganesti en að mínu mati finnst mér mega bjóða upp á fleiri áfanga sem líkjast þessum.

Svava Heiðarsdóttir mentor skólaárið 2013-2014Mynd_grein_Svava_Kvenno

Frásögn mentors

 Íris Benediktsdóttir  nemi í sálfræði við HÍ.

Að taka þátt í mentorverkefninu hefur verið er ómetanleg reynsla. Það hefur veitt mér ákveðinn þroska og opnað augu mín fyrir nýjum hlutum. Lærdómurinn sem ég hef öðlast sem mentor er eitthvað sem ekki er hægt að öðlast með því að sitja í tíma og hlusta á fyrirlestur. Þessi reynsla og lærdómur snýst um samskipti og traust, gagnkvæma virðingu og skilning. Ég hef gert mér betur grein fyrir því hversu mikill fjölbreytileiki er til staðar hér á landi milli fjölskyldna og að mikilvægt er að kunna að nálgast þau vandamál sem hugsanlega eru til staðar með þolinmæði og skilningi.
Nú hef ég verið mentor yndislegrar 10 ára stelpu í rúma 7 mánuði og það er svo margt sem ég hef lært á þessum tíma. Samskiptin milli mín og fjölskyldunnar hafa verið uppbyggileg og góð alveg frá upphafi. Ég hugsa að hlutverk mitt sem mentor sé að vera góð fyrirmynd fyrir hana og fá hana til að temja sér jákvæðan hugsunarhátt og veita henni aðra sýn á hlutina. Á síðast liðnum mánuðum höfum við gert ýmislegt saman. Ég hef reynt að skipta samverustundunum upp þannig að jafnvægi sé á milli uppátækja eins og að fara á skauta og í skemmtigarðinn og náinna samverustunda eins og að baka saman, eða fara í göngutúra og spjalla saman. Báðar gerðir hafa verið skemmtilegar og heppnast vel. Okkur hefur tekist að kenna hvor annarri margt mikilvægt og erum orðnir mestu mátar. Ég veit að við höfum báðar þroskast mikið í gegnum verkefnið og myndað dýrmæt tengsl.

Ég tel því að þetta verkefni sé mjög góður grunnur til að búa mig undir það sem koma skal, bæði á starfsvettvangi sem og almennt í lífinu. Auk þess sem þetta er gefandi og frábært framtak, sem mér finnst að allir ættu að taka þátt í, bæði fyrir aðra sem og fyrir sjálfan sig.

 

 

Mentordagurinn 24. febrúar

Þann 24. febrúar ár hvert er mentorverkefnið gert sýnilegt í þeim löndum þar sem það er starfrækt. Hér á landi höfum við ekki ennþá skapað þessa hefð en markmiðið er að gera það á næsta ári.
Það er forvitnilegt að kíkja á linkinn hér fyrir neðan og sjá hvernig er verið að halda uppá daginn.

http://nightingalementoring.org/?cat=1

Ferðir í Þjóðminjasafnið

Ágæt þátttaka var í ferð með leiðsögn um Þjóðminjasafnið á þemað ” Þjóð verður til”, alls mættu um fjörutíu mentorar og börn.

Gaman í bingó.

Góð mæting var á bingó í Flensborg þann 9. jan. Mikil eftirvænting ríkti í salnum þegar tölunum á spjaldinu fækkaði.
Kærar þakkir til Flensborgara fyrir góðar móttökur í glæsilegum sal.

7265_10202889950115521_1883822653_n 156550_10202889952035569_2084911314_n 1002508_10202889951475555_1929741460_n 1013182_10202889954875640_1110529380_n 1526808_10202889955515656_1306675572_n 1535031_10202889953835614_870412893_n 1551667_10202889953075595_838693252_n

Bingó 9. janúar kl: 17:00

Bingó í Flensborg (aðalsal) kl: 17:00 fyrir mentora og börn. Mikilvægt er að allir mæti og njóti góðrar samveru. Léttar veitingar verða í boði og auðvitað fjölbreyttir vinningar.

Kveðja 
Halldóra

Sundlaugar Reykjavíkur

Mentorar sem eru með börn úr grunnskólum í Reykjavík fá frítt í sundlaugar borgarinnar. Þeir eiga að gefa upp nafn sitt og barnsins í afgreiðslu en þar liggja fyrir nafnalistar.

Með kveðju, verkefnisstjórn

Upphafsdagur 10. október 2013

Fjölmennt var á upphafsdegi mentorverkefnisins Vináttu sem haldinn var að Þingholtsstræti 37 (húsnæði Kvennaskólans í Reykjavík). Mikil eftirvænting og spenna var í loftinu þegar mentorar og börn eru að hittast í fyrsta skipti. Mentorárið leggst vel í okkur og við hlökkum til að fylgjast með mentorpörum í vetur.  upphafsdagur

Hönnunarsafnið í Garðabæ

Hönnunarsafn Íslands er staðsett í Garðabæ heimasíðan er: http://www.honnunarsafn.is/. Allir eru velkomnir í safnið en ókeypis aðgangur er á miðvikudögum. Mentorar og börn úr grunnskólum Garðabæjar fá frítt í safnið.

Söfn í Reykjavík

Þeir mentorar sem eru með börn úr Reykjavík fá frítt í söfn borgarinnar en börnin sjálf fá frían aðgang. Mentorar eru hvattir til að nýta sér þennan valkost og fara inná síðu Reykjavíkurborgar og kynna sér söfnin.

Hér eru nokknir linkar á áhugaverð söfn en þau eru ekki öll rekin af Reykjavíkurborg.

http://www.minjasafnreykjavikur.is/

http://www.listasafnreykjavikur.is/

http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/

http://www.visitreykjavik.is/reykjavik-art-museum-asmundur-sveinsson

http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2173/3432_read-6298/

http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2172/3366_read-6270/

 

Mentorárið 2013-2014

Nú er mentorárið að hefjast og verkefnisstjórn er byrjuð að taka við umsóknum frá mentorum. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu þá þarft þú að sækja um áfangann í viðkomandi skóla ásamt því að fylla út umsókn hér á heimasíðunni.

Athugið að núna þurfa mentorar sem taka þátt í verkefninu að heimila verkefnisstjórn að leita upplýsinga úr sakaskrá skv. 2. mgr. 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007.  Þessa heimild undirritað mentorar á námskeiðsdegi.

Með kveðju verkefnisstjórn

Halldóra og Björk

 

Jólaskemmtun 2012

Á jólaskemmtun mentorverkefnisins Vináttu sem var 6. des. var margt til gamans gert. Mentor og barn lásu saman sögu og Húsbandið í MH spilaði nokkur vel valin lög. Að lokum var drukkið kakó og snæddar piparkökur.

130129 126 125 114 111 109 108

“Gulleyjan”

Sunnudaginn 14. október bauð Borgarleikhúsið mentorum og börnum á leiksýninguna Gulleyjuna. Þangað mættu um 100 þátttakendur mentorverkefnisins sem skemmtu sér konunglega, þess má geta að nokkrir voru að fara í fyrsta sinn í leikhús.
Mentorverkefnið Vinátta þakkar Borgarleikhúsinu höfðinglegt boð.

Upphaf mentorverkefnisins

Verkefnið Vinátta hefst með námskeiðsdegi 6. október  milli kl:11-13 að Uppsölum í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þangað mæta mentorar og þeir tengiliðir í framhalds- og grunnskólum sem sjá sér fært að mæta. Mjög æskilegt er að tengiliðir sem eru nýjir í verkefninu mæti til að fá innsýn í framkvæmd þess.
Þann 9. október kl:17:30 er upphafsdagur verkefnisins haldinn í Kvennaskólanum í Reykjavík ,(staðsetning auglýst síðar) þar hittast mentorar, börn og fjölskyldur þeirra í fyrsta sinn. Á upphafsdag fer verkefnið formlega af stað.
Með kveðju
Verkefnisstjórn

 

 

Mentorárið byrjar

Mentorverkefnið Vinátta hefur nú hafið göngu sína í ellefta sinn, þegar eru farnar að berast umsóknir frá framhalds- og háskólanemum. Grunnskólar sem taka þátt í verkefninu hafa sent frá sér upplýsingar til foreldra eða haft samband við þá beint. Nýr framhaldsskóli er þátttakandi í verkefninu í vetur en það er Menntaskólinn við Hamrahlíð og fjórir grunnskólar hafa bæst í hópinn frá í fyrra það eru Norðlingaskóli, Kelduskóli, Vættarskóli og Ölduselsskóli.

Góðar kveðjur
Halldóra Pétursdóttir
Verkefnisstjóri

Ársskýrsla 2011-2012

 

Komin er á heimasíðuna ársskýrsla fyrir mentorárið 2011-2012. Sjá nánar hér.  Verkefnisstjórn þakkar samstarfið á liðnum vetri.

Gleðileg sumar
Halldóra og Björk

 

Lokahátíð mentorverkefnisins Vináttu

Þann 21. apríl var lokadagur mentorverkefnisins Vináttu í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Fjöldi fólks mætti og gerði sér glaðan dag,  gæddi sér á grilluðum pylsum og fylgdist af athygli með Lalla töframanni sem bregst ekki áhorfendum sínum. Fjölskyldu- og  Húsdýragarðurinn var opinn hátiðargestum að lokinni dagskrá. Dagurinn var sólríkur og fallegur og nutu gestir hátíðarinnar vorblíðunnar.

Keiluferð 16. febrúar

Keiluferð var á vegum mentorverkefnisins 16. febrúar, mæting var mjög góð eða um 80 börn og mentorar. Borgnesingar létu veðrið ekki hamla sér og kom fríður hópur mentora úr menntsskólanum í Borgarnesi ásamt börnum.

 

 

Jólastund í Kvennó

Jólastund var haldin í desember með mentorum og börnum. Bryndís Björgvinsdóttir las úr nýútkominni bók sinni ” Flugan” og galdramaður sýndi spilagaldra.
Hér má sjá nokkrar myndir af jólastundinni.

 

 

Jólaföndur á Neskaupstað

Jólastund!
Mentorar og börn á Neskaupstað  hittust í byrjun desmeber og föndruðu saman. Hér eru nokkrar myndir frá þeim.

 

Upphafsdagur verkefnisins vináttu 2011

Þann 5.október var upphafsdagur vináttuverkefnisins haldinn í húsakynnum Kvennaskólans í  Reykjavík. Þar hittust börn, foreldrar og mentorar í fyrsta sinn og áttu notalega stund saman.
Verkefnið er í gangi frá byrjun október og fram í apríl. Á því tímabili hittast mentor og barn einu sinni í viku um það bil 3. klst í senn í 25-28 skipti. Þátttakenndur eru frá 17 grunnskólum, átta framhaldsskólum, HR og HÍ.

 

read more…

Lokahátíð Mentorverkefnisins 2011

Lokahátíð mentorverkefnisins Vináttu verður haldin í Fjölskyldu– og húsdýragarðinum laugardaginn 9. apríl 2011 kl. 11-13.

Hátíðin verður haldin í „hvíta tjaldinu“ sem er við veitingarsöluna. Þegar þið komið í Húsdýragarðinn þá segið þið í afgreiðslunni að þið séuð í mentorverkefninu Vináttu. Það er ekki nafnalisti en við verðum að láta vita þannig að hægt sé að telja hversu margir mæta. Þið þurfið ekki að borga inní garðinn. read more…

Jólastund Vináttu

Árleg jólastund mentorverkefnisins Vináttu á Reykjavíkursvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 16. desember kl. 16:00. Jólastundin er fyrir mentora og börn.

Mæting í sal DeCode (Íslensk erfðagreining), Sturlugötu 8, 101 Reykjavík
(sjá á korti).

read more…

Upphafsdagur 2010

Miðvikudaginn 6. október hittust yfir 200 manns í húsnæði Kvennaskólans í Reykjavík í tengslum við mentorverkefnið Vináttu sem gengur út á að mynda tengsl og gefa háskóla- og framhaldsskólanemendum tækifæri til að tengjast grunnskólabarni og vera góð fyrirmynd. Skólaárið 2010-2011 eru mentorpörin um 107 talsins (alls 215 einstaklingar) og koma úr framhaldsskólum, háskólum og grunnskólum í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Borgarnesi, Egilsstöðum og Akureyri.

read more…